Kínversk stjórnvöld tilkynntu í dag að virk inngrip yrðu áfram á kínverskum hlutabréfamarkaði í því skyni að viðhalda trausti á efnahagslífinu. Tilkynningin var gefin út í kjölfar þess að verð á hlutabréfamörkuðum lækkuðu um 8,5% á einum degi, sem er mesta lækkun innan eins dags sem hefur átt sér stað frá því í febrúar 2007.

Verðlækkun á hlutabréfamörkuðum er talin endurspegla veikleika í kínversku efnahagslífi.

Undanfarnar vikur hefur verið tilkynnt um að „skaðleg skortsala" verði ekki liðin og þá hefur verið lagt bann við því að stórir kaupendur að hlutabréfum megi selja þau innan sex mánaða frá kaupdegi.

BBC greinir frá.