Kínverska hagkerfið hefur hitnað umtalsvert á undanförnum misserum og mældist hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi 11,3% miðað við sama tíma í fyrra, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Seðlabankinn í Kína hefur á síðustu mánuðum beitt aðgerðum til að hægja á hagkerfinu t.d. með því að hækka vexti og bindiskyldu bankanna. Hingað til hafa aðgerðirnar ekki borið árangur en nú er svo komið að sérfræðingar telja að eina leiðin til að hægja á hagkerfinu sé að leyfa umtalsverða styrkingu á kínverska gjaldmiðlinum en kínverskir ráðamenn hafa frá því að gengi júans var sett á flot í júní í fyrra reynt að koma í veg fyrir of mikla og snögga gengishækkun til að vernda útflutningsfyrirtækin," segir greiningardeildin.

Hagvöxtur í Kína var mestmegnis drifin af útflutningi. ?Ef gengi júans styrkist dregur líklega úr eftirspurn eftir útflutningsvörum," segir greiningardeildin.