Einn virtasti háskóli Kína á sviði málmfræða, Jiangxi University of Science and Technology (JUST), hefur staðfest samkomulag við íslenska ráðgjafafyrirtækið Arctus um gerð alþjóðlegs kennsluefnis á sviði málmfræða. JUST hefur einnig staðfest áhuga sinn á þátttöku í stofnun og rekstri alþjóðlegrar háskóladeildar í málmfræðum í fyrirhuguðum áltæknigarði við Þorlákshöfn.


Arctus mun kynna þetta samstarf fyrir Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og óska eftir samstarfi um uppbyggingu þessarar háskóladeildar í tengslum við rannsóknarmiðstöð fyrirhugaðs Áltæknigarðs. Í fréttatilkynningu segir að rannsóknarmiðstöðin verði útbúin bestu fáanlegum mælitækjum til rannsókna og gæðaeftirlits fyrir álver og fyrirtæki í fullvinnslu áls, þar sem um flóknar málmblöndur verður að ræða.
Þess má geta að Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur var sæmdur heiðursprófessorsnafnbót við þennan háskóla í janúar 2003 fyrir framlag hans til þróunar á tugum nýrra tækja til að bæta rekstur álvera og umhverfi þeirra.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum þá verða Japanska stórfyrirtækið Mitsubishi Corporation ásamt þýska álframleiðslufyrirtækinu Trimet Aluminium samstarfsaðilar Arctus um byggingu álvers í fyrirhuguðum áltæknigarði í