*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 1. maí 2018 15:56

Kísilver PCC á Bakka gangsett

Fyrri ljósbogaofn kísilvers PCC á Bakka á Húsavík var gangsettur í gærkvöldi. Allt gekk að óskum, samkvæmt fyrirtækinu.

Ritstjórn
Kísilver PCC á Bakka.
Aðsend mynd

Fyrri ljósbogaofn kísilvers PCC á Bakka á Húsavík var gangsettur í gærkvöldi. Gangsetningin gekk vel að sögn PCC. Ráðgert er að ofninn nái fullu afli eftir rúma viku, en þá hefst eiginleg framleiðsla á kísilmálmi og kísilafurðum.

Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir gangsetningu um miðjan desember síðastliðinn. Tafir hafa orðið á gangsetningu meðal annars vegna þess að yfirferð á tölvu- og framleiðslukerfum og prófun á búnaði verksmiðjunnar hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Tímasetningin á gangsetningunni hefur þó aldrei verið heilög.

Í tilkynningu frá PCC segir að möguleiki sé að væg viðarbrunalykt finnist í næsta nágrenni við verksmiðjuna við réttar veðuraðstæður í upphitunarfasanum.

PCC hóf byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka árið 2015.

Stikkorð: Húsavík Bakki PCC kísilver