Útgáfufélög Kjarnans og Stundarinnar munu sameinast um áramótin og nýr miðill undir nýju nafni verður til. Fjölmiðlarnir tveir tilkynntu þetta í morgun en fyrirhugað er að fyrsta útgáfa hins nýja miðils verði 13. janúar næstkomandi.

Fram kemur að ritstjórar hins sameiginlega miðils verði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem stýra miðlunum tveimur í dag. Þá verður Helgi Seljan rannsóknarritstjóri.

„Það er mikil eftirspurn eftir greinandi aðhaldsblaðamennsku sem stendur með almenningi og neytendum. Ég er sannfærður um að saman séum við sterkari en í sitthvoru lagi,“ skrifar Þórður Snær.