*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 30. nóvember 2020 15:52

Kjartan kveður Vodafone

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, lætur af störfum um næstu áramót.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með nk. áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá Sýn, móðurfélagi Vodafone þar sem Kjartan sat í framkvæmdastjórn, til Kauphallarinnar. 

Kjartan hefur gegnt fyrrnefndu starfi hjá Vodafone í rúman áratug, eða frá árinu 2009. Áður en hann gekk til liðs við Vodafone gegndi hann framkvæmdastjórastöðu hjá Íslandssíma. 

Stikkorð: Vodafone Sýn Kjartan Briem