Kjartan Már Kjartansson hefur verið ráðinn í nýja stöðu framkvæmdastjóra Securitas á Reykjanesi frá og með 1. Nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Securitas.

Þar kemur fram að Kjartan Már lauk MBA prófi frá Háskóla Íslands árið 2002 og hefur víðtæka stjórnunarreynslu, nú síðast sem staðgengill framkvæmdastjóra Samkaupa hf.

Í tilkynningunni segir að Securitas hefur um árabil rekið fjölbreytta starfsemi á Reykjanesi og starfa nú um 40 manns á vegum fyrirtækisins á svæðinu. Auk þess að veita alhliða öryggis- og vaktþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki hefur Securitas sinnt verkefnum m.a. í samstarfi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þá kemur fram að nýlega tókust samningar við Norðurál um gæslu á framkvæmdasvæði álvers í Helguvík og mun það verkefni kalla á fleiri starfsmenn í nánustu framtíð.