Nýr meirihluti í Reykjanesbæ hefur ákveðið að ráða Kjartan Má Kjartansson, fyrrverandi bæjarfulltrúa, í stöðu bæjarstjóra.

DV.is greindi frá að Kjartan Már er frá Reykjanesbæ og starfar sem framkvæmdastjóri Securitas á Suðurnesjum. Hann skipaði fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ árið 2002. Hann hefur einnig starfað sem starfsmanna- og gæðastjóri IGS á Keflavíkurflugvelli og áður sem forstöðumaður verslanasviðs Samkaupa. Hann lauk MBA prófi frá Háskóla Íslands árið 2002,

Eins og VB.is greindi frá sóttu 21 um stöðu bæjarstjóra Reykjanesbæjar.