Bjarni Benediktsson  er langvinsælasti ráðherrann innan síns flokks, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem gerður var 20. febrúar til 10. mars.

Samkvæmt niðurstöðunum eru 83% þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ánægðir með Bjarna Benediktsson. Til samanburðar eru 70% sjálfstæðismanna ánægðir með Kristján Þór Júlíusson, 64% ánægðir með Illuga Gunnarsson, 68% eru ánægðir með Ragnheiði Elínu Árnadóttur og 66% ánægðir með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Framsóknarmenn eru ánægðastir með Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Alls eru 77% þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn ánægðir með störf hans, 69% eru ánægðir með Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, 65% eru ánægðir með Sigurð Inga í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 59% eru ánægðir með Sigurð Inga í embætti umhverfisráðherra, en fæstir eða 47% eru ánægðir með Gunnar Bragi Sveinsson í embætti utanríkisráðherra.