Það kæmi „verulega á óvart” ef að Íslendingar ákveði að nota verulegan hluta eigna lífeyrissjóða erlendis til þess að bjarga fjármálakerfi landsins.

Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Carl Hammer sérfræðingi hjá SEB.

Hann segir íslensku lífeyrissjóðina vera meðal þeirra bestu í heimi og slíkur gjörningur myndi leiða til þess að þær væru að fjárfesta í mögulegum gjaldþrotum.

Hammer bætir við að samruni Kaupþings og Landsbankans myndi ekki gera mikið til þess að stuðla að auknum fjármálastöðugleika landsins: Besta leiðinn til þess að tryggja hann sé að sumir íslensku bankanna selji hluta eigna sinn til erlendra banka.