Verið er að koma upp salernum á 15 ferðamannastöðum hringinn í kringum landið. Stjórnstöð ferðamála skilgreindi snemma á þessu ári brýn forgangsverkefni á árinu 2017. Eitt af þessum forgangsmálum var að bæta aðgengi ferðamanna að salernum á landsbyggðinni, einkum á þeim stöðum í vegakerfi landsins þar sem langt er í næstu þjónustu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Einnig kemur fram að öll þau forgagnsverkefni sem Stjórnstöð ferðamála tilgreindi komin til framkvæmda. Stjónstöðin ásamt Vegagerðinni völdu staðina og byggðu þar meðal annars á fyrri greiningum verkfræðistofunnar Eflu. Við val á staðsetningu var höfð hliðsjón af því hve langt væri til næsta þjónustustaðar.

Atvinnuvega- og nýsköpðunarráðuneytið stendur straum af öllum kostnaði við verkefnið, sem nemur liðlega 90 milljónum króna. Sú lausn sem um ræðir er tilraunaverkefni og verður reynslan af henni metin eftir sumarið. Um er að ræða eftirtalda staði, sem allir eru svokallaðir áningarstaðir í vegakerfinu:

Suðurland

  • Djúpá (4)
  • Laufskálavarða (4)

Vesturland

  • Reykjadalsá – Dalir (2)
  • Kattahryggur (2)

Vestfirðir

  • Melanes (2)
  • Hvalsá (2)
  • Hvannadalsá (2)
  • Hvítanes (2)

Norðurland

  • Ljósavatn (2)

Norðausturland

  • Jökulsá á fjöllum (2)
  • Hringvegur við Norðausturveg/Vopnafjörður (2)
  • Jökulá á Dal (2)

Suðausturland

  • Fossá (2)
  • Þvottá (2)
  • Hestagerði (2)