Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, mun samkvæmt heimildum CNN, tilkynna um að andlit konu verði í fyrsta sinn á 20 Bandaríkjadala seðlinum.

Þá mun Andrew Jackson víkja fyrir vikið. Íhugað var að færa Alexander Hamilton af tuttugu dala seðlinum í þessum tilgangi, en Bandaríkjamenn og aðdáendur Hamiltons brugðust ókvæða við þegar fréttir af því bárust heimspressunni.

Þá hefur einnig verið íhugað að setja samsetta mynd af baráttukonum fyrir kosningarétti aftan á seðilinn. Þá hefur einnig verið til skoðunar að nota 5, 10 og 20 Bandaríkjadalaseðlana til þess að lýsa fleiri konum og segja frá sögu kvenna.