40% svarenda í nýlegri könnun Miðlunar telja að tryggð þeirra við vörumerki hafi minnkað eftir hrun. Könnun Miðlunar var gerð í desember síðastliðnum. 7,4% svarenda sögðu að tryggð við fyrirtæki hefði aukist. 51,9% sögðu að tryggðin hefði staðið í stað og 40,7% sögðu að hún hefði minnkað.

Skoðað eftir búsetu kemur í ljós að tryggð við fyrirtæki hefur minnkað talsvert minna á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Þannig sögðu 33,6% landsbyggðamann að tryggðin hefði minnkað á meðan 45,1% höfuðborgarbúa sögðu að hún hefði minnkað.

Þetta kann að fela í sér tækifæri fyrir söludrifin fyrirtæki til að sækja sér nýja viðskiptavini.

Spurning Miðlunar var svona: Myndir þú telja að tryggð þín við fyrirtæki sem þú verslar af vörur eða þjónustu hafi minnkað eða aukist eftir efnahagshrunið í október í fyrra?

Framkvæmd var netkönnun fyrir frá 16. nóvember 2009 til 6. desember 2009. Úrtakið var tilviljanaúrtak einstaklinga á aldrinum 18-75 ára úr þjóðskrá og höfðu verið valin í Nethóp Miðlunar.