Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét af störfum í gær. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Þar er haft eftir Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóra flokksins, að að ástæðan hafi verið vegna ágreinings um framkvæmd kosningabaráttunnar. Einnig kemur fram að grasrót flokksins taki nú við og skipi nýja kosningastjórn.

Jóhann tekur þó fram að uppsögnin tengist ekki þeim ágreining sem varð um val á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur flokkinn hafa haldið sjó í gegnum erfið prófkjör, en sé á réttri leið. Gagnrýnir hann þó þinghópinn vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninginn.