Áætlaður kostnaður Eignabjargs, dótturfélags Arion banka, og Haga vegna útboðs á 20-30% hlut í Högum verður á bilinu 180-230 milljónir króna að því er kemur fram í skráningarlýsingu Haga.

Þar af verður hlutur Eignabjargs 60-110 milljónir en hlutur Haga vegna skráningar félagsins og viðskipta með bréf þess í kauphöllinni mun nema um 120 milljónum króna.

Heildarsöluverðmæti útboðsins er á bilinu 2,7 til 4,9 milljarðar króna sem táknar þá að kostnaðurinn mun væntanlega verða frá 4,7% og allt að 6,6% af heildarsöluverðmætinu. Tekið skal fram að Arion banki er umsjónaraðili útboðsins.