Skuldir Breta
Skuldir Breta

Hægt er stækka myndina með því að smella á hana.

FSCS hefur þurft að greiða út innstæðutryggingar vegna fimm fjármálafyrirtækja eftir bankahrunið. Þrjú þeirra voru í eigu íslenskra aðila. Líkt og tryggingasjóður innstæðueigenda íslandi (TIF) þá átti sjóður Breta alls ekki nálægt því næga fjármuni til að greiða út innstæðutryggingarnar, en Bretar tryggðu innstæður upp að 50 þúsund pundum, 9,3 milljónum króna, á hvern reikning.

Því lánaði breska ríkið sjóðnum rúmlega 20 milljarða punda, um 3.800 milljarða króna, til að hann gæti staðið við greiðslur vegna lágmarkstrygginganna þegar reikningar hinna föllnu banka voru fluttir til annarra fjármálafyrirtækja. Langstærsti hluti þeirrar upphæðar, 15,7 milljarðar punda, um 2.900 milljarðar króna, var vegna útgreiðslu á 3,6 milljónum innstæðureikninga breska bankans Bradford Bingley eftir að bankinn var þjóðnýttur 27. september 2008.

Þá fóru um 32 milljarðar króna í að greiða innstæðutryggingar vegna London Scottish Bank. Afgangurinn af útlögðum kostnaði FSCS, um 830 milljarðar króna, var vegna bankanna þriggja sem áður voru í eigu Íslendinga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.