Þó svo hækkanir á eldsneytisverði hafi gert það að verkum að eldsneyti hafi tvöfaldast í verði á síðustu tuttugu árum þá hefur kostnaður við rekstur á bíl ekki aukist.

Breska blaðið Guardian greinir frá því að það sé 18 prósent ódýrara að kaupa og reka bíl nú en 1988, þegar litið er á heildarkostnað. Þar með talinn eldsneytiskostnað. Sé eldsneytisverð ekki tekið með í reikninginn þá er 28 prósent ódýrara að reka bíl nú.

Ástæður eru sagðar vera þær að bílar eru áreiðanlegri nú á dögum en þeir voru fyrir tuttugu árum. Bilanatíðni er lægri og allur viðhaldskostnaður hefur minnkað.

Í Bretlandi hefur bílaeign á heimilum aukist um 39 prósent á síðustu tuttugu árum. Heimilum þar sem tveir bílar eru til staðar hefur fjölgað um helming.

Bretar telja sig nú háðari bílum en þeir voru árið 1988. Kannanir sína þó að notkun almennings samgangna hefur aukist um helming frá því fyrir tuttugu árum.