Krafan á bandarískum ríkisskuldabréfum lækkaði í gær en vangaveltur eru uppi um hvort að evrópski björgunarpakkinn sem ætlaður er Grikklandi muni duga til að koma því hjá gjaldþroti. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS greiningar.

Fitch ratings lækkaði einnig lánshæfiseinkunn Grikklands niður í C úr CCC og telur að gjaldþrot þess sé mjög líklegt. Bandaríska ríkið áætlar að selja ríkisbréf á uppboðum fyrir um $99 ma. í þremur útboðum í þessari viku, þar af voru seld 5 ára ríkisskuldabréf fyrir um $35 ma. í gær.