Fyrirtækið Thor Energy Zolutions hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að því er fram kemur í tilkynningu til Lögbirtingablaðsins.

Thor Energy Zolutions framleiddi vetnisbúnað fyrir bensín- og dísilvélar, sem sagður var auka afl vélanna og minnka eldsneytiseyðslu um 30% að meðaltali.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.