„Ekkert fyrirtæki getur búið við gengissveiflur krónunnar og himinháa vexti til lengri tíma," segir Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital í samtali við Viðskiptablaðið.

Kristín segir að íslenskt viðskiptalíf sé orðið mjög alþjóðlegt og krónan hái fyrirtækjum landsins, bæði vegna gengissveiflna og hárra vaxta.

„Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, verðum við að horfast í augu við þá staðreynd," segir hún. „Það er mjög mikil áskorun að reka fyrirtæki í þessu umhverfi," segir Kristín.