Kristinn Gunnarsson, fjárfestir, greiðir hæstu opinberu gjöld í Reykjavík á þessu ári en hann greiðir kr. 450.816.061.

Í öðru sæti kemur svo Róbert Wessman, forstjóri Actavis og í því þriðja er Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.

Árið 2007 var Hreiðar Már á toppi listans en hann greiddi þá rúmar 400 miljónir króna í opinber gjöld. Í öðru sæti árið 2007 var svo Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group.

10 greiðendur hæstu opinberra gjalda í Reykjavík 2008

  1. Kristinn Gunnarsson, fjárfestir greiddi kr. 450.816.061
  2. Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Actavis, greiddi kr. 284.760.200
  3. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, greiddi kr. 275.149.863
  4. Ingunn Gyða Wernersdóttir, fjárfestir, kr. 244.523.366
  5. Gunnar I. Hafsteinsson, lögmaður og útgerðarmaður, greiddi kr. 232.520.023
  6. Ívar Daníelsson, lyfjafræðingur, greiddi kr. 201.022.101
  7. Örvar Kærnested, fyrrum framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs FL Group, kr. 141.589.331
  8. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, greiddi kr. 139.835.818
  9. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums Burðarás, greiddi kr. 134.818.544
  10. Geir G. Zoéga, greiddi kr. 126.630.756