*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Fólk 11. maí 2021 08:31

Kristján Jónsson til Rubix

Kristján Jónsson hefur hafið störf hjá Rubix á Íslandi sem sölumaður

Ritstjórn
Kristján Jónsson, er nýr sölumaður hjá Rubix Íslandi
Aðsend mynd

Kristján Jónsson hefur tekið til starfa sem sölumaður hjá RUBIX Ísland. Kristján er með yfir 30 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveginn og mun áfram starfa við það ásamt almennum sölustörfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rubix.

Kristján, sem er með meistararéttindi í vélvirkjun, starfaði áður hjá Vélasölunni ehf. í sölu- og verkefnastjórnun í 27 ár.  Hann kom einnig að stofnun pólsk-íslenska dótturfyrirtækisins Vélasalan Nauta sem var staðsett í Gdynia ásamt fyrirtækinu Skipapol sem var staðsett í Gdansk. Þar á undan starfaði Kristján sem verkefnisstjóri í skipasmíðum og verkstjóri vélaviðgerða hjá Skipasmíðastöð Marselíusar.

„Að fá Kristján til liðs við okkur hjá RUBIX er mikill fengur og breikkar enn frekar þá sérþekkingu sem er innan raða okkar frábæra hóp starfsmanna. Kristján hefur gríðarlega þekkingu af íslenskum sjávarútvegi og hefur byggt upp verðmætt traust síðastliðin 30 ár. Það verður okkur styrkur að hafa Kristján innanborðs í þeim verkefnum sem framundan eru," segir Jóhann Benediktsson, framkvæmdastjóri RUBIX Ísland, í tilkynningunni. 

RUBIX á Íslandi er hluti af stærsta sölu- og dreifingaraðila Evrópu á varahlutum og iðnaðarvörum.