Nýlistasafnið hefur verið þekkt fyrir að vera einn framsæknasti sýningarstaður landsins allt frá stofnun þess árið 1978. Safnið er listamannarekið sýningarrými og sjálfseignarstofnun sem er rekin án hagnaðarsjónarmiða og hefur í kringum 350 fulltrúa sem eru flestir annaðhvort myndlistarmenn eða listunnendur.

Um þessar mundir stendur yfir sýningin Æ ofan í æ, á verkum eftir Hrein Friðfinnsson, samhliða sýningu kvikmyndar um listamanninn. Fram undan á sýningunni er gjörninga- og vídeódagskrá sem hefst á Listahátíð í Reykjavík. Auk þess verður sýning haldin á vegum m.a. Nýló í Suðurgötu 7 húsinu í Árbæjarsafninu. Þrátt fyrir þessa þéttu dagskrá stendur Nýló á ákveðnum tímamótum þar sem það neyðist til þess að flytja úr húsnæði sínu við Skúlagötu 28 yfir í annað húsnæði í kjölfar tvöföldunar á leiguverði.

Samlegðaráhrif Nýló mjög sterk
„Það sem mér finnst mikilvægt í þessari umræðu allri er að sex árum eftir hrun hefur lítið breyst. Stórar samsteypur eru menningarvinir svo lengi sem þær geta gefið menningarstarfsemi einhvers konar húsnæði sem stenst ekki eðlilegar kröfur,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir, nýkjörinn formaður Nýló.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .