Kröfuhafar Straums-Burðaráss samþykktu í morgun nauðasamninga fyrir félagið. Yfirráð félagsins færast nú yfir til almennra kröfuhafa sem umbreyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og taka við skuldabréfi sem félagið gefur út. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Straumi.

kröfuhafar sem fara með 99,6% almennra krafna greiddu atkvæði með nauðasamningunum, en 60% þurfti til að þeir yrðu samþykktir.

Í tilkynningunni kemur fram að eignum Straums verður stýrt og þær seldar með það fyrir augum að hámarka endurheimtur kröfuhafa. Áætlanir gera ráð fyrir að tryggðir kröfuhafar, þ.e. íslenska ríkið og Íslandsbanki fái kröfur sínar greiddar að fullur. Almennir kröfuhafar geti hins vegar vænst þess að fá nálægt helmings endurheimtur.