Kröfum Jóns Ásgeir Jóhannessonar og Lárusar Welding, fyrrum bankastjóra Glitnis, um að kyrrsetning eigna þeirra verði felld úr gildi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þetta kemur fram á dv.is . Þrotabú Glitnis fór fram á að eignir þeirra yrðu kyrrsettar til tryggingar á 6 milljarða króna skaðabótakröfu bankans á hendur þeim.

Héraðsdómur hafnaði einnig frávísunarkröfu Magnúsar Arnars Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra hjá Glitni, sem slitastjórn hefur einnig stefnt.

Kemur fram í frétt DV að málið fari aftur fyrir dóm þann 10. febrúar næstkomandi þar sem lögmaður Glitnis óskaði eftir fresti til að leggja fram gögn.