Kaupþing
Kaupþing
© BIG (VB MYND/BIG)
Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms í máli Lífeyrissjóðsins Stapa gegn ALMC, áður Straumur, gæti það hækkað kröfur á þrotabú Kaupþings um 25,7 milljarða króna hið minnsta. Stapi lýsti kröfum í bú Straums eftir að kröfulýsingarfrestur var liðinn en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 19. júlí síðastliðinn að krafan hefði sömu stöðu og þær kröfur sem lýst var á réttum tíma.

Kröfur, sem bárust eftir lok kröfulýsingarfrests í bú Kaupþings, eru upp á 14 milljarða íslenskra króna. Aðrar þekktar skuldbindingar, sem ekki var lýst í búið, nema 11,7 milljörðum króna. Í kynningu á kröfuhafafundi þann 30. ágúst kom fram að slitastjórn gæti ekki útilokað þann möguleika að frekari kröfur myndu berast.