Krónan byrjar vikuna á töluverðri lækkun en samkvæmt M5.is hefur krónan lækkað um 1,6% það sem af er degi.

Þannig mælist gengisvísitalan um 230 stig en var fyrir helgi 224 stig. Krónan virðist vera að taka svipað fall núna og hún gerði í seinni hluta maí þegar gengisvísitalan rauk úr 222,5 stigum í um 230 stig á nokkrum dögum.

Þá hefur krónan veikst um 3,5% á tæpum mánuði og um 6% frá áramótum. Síðast var gengisvísitalan undir 200 stigum í lok mars en hefur síðan þá hækkað jafnt og þétt.

Samkvæmt vef M5.is kostar Bandaríkjadalur nú 127,6 krónur, evran 176,4 krónur og Sterlingspundið 203,4 krónur.

Þá kostar svissneskur franki 116 krónur, japanska jenið 1,3 krónur og danska krónan 23,6 krónur.