Gengisvísitalan mun ná hámarki á þessum fjórðungi, styrkjast þegar líður á árið 2008 og verða í kringum 142 stig í lok árs, að er fram kemur í skýrslu greiningardeildar Kaupþings um krónuna, sem ber heitið Krónan brothætt – viðsnúningur tekur tíma.

Allt þetta ár verður raungengi krónunnar lágt í samanburði við sögulegt meðalraungengi og rökstyður greiningareildin það með fjórum atriðum:

• Slök fjármögnunarskilyrði munu enn um sinn torvelda stöðutöku með krónunni, s.s. í gegnum gjaldmiðlaskiptamarkað og með erlendri lántöku.

• Töluvert verri hagvaxtarhorfur benda til mikillar lækkunar REIBOR-LIBOR vaxtamunar á næstu árum

• Óhagfelld skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gera hagkerfum torveldara fyrir að reka sig með háum viðskiptahalla

• Stórir gjalddagar krónubréfa í haust gætu verið í uppnámi ef skilyrði á lánsfjármörkuðum lagast ekki – slíkt myndi setja þrýsting á krónuna

Þessir þættir gætu færst í betra horf árið 2009 og má gera ráð fyrir að krónan styrkist nokkuð í kjölfarið. Krónan verður þá í kringum 137 stig sem samrýmist bæði jafnvægi í vöruskiptum við útlönd og sögulegu meðalraungengi, segir í skýrlunni.

Þessir þættir gætu færst í betra horf árið 2009 og má gera ráð fyrir að krónan styrkist nokkuð í kjölfarið. Krónan verður þá í kringum 137 stig sem samrýmist bæði jafnvægi í vöruskiptum við útlönd og sögulegu meðalraungengi