Gengisvísitalan er nú, þegar þetta er skrifað kl. 11:20, 208 stig samkvæmt Markaðsvaktinni og hefur krónan því styrkst um 1,9% frá opnun markaða í morgun.

Gengisvísitalan hefur sveiflast frá 208 – 210 stigum í morgun og hefur verið á nokkurri hreyfingu og styrkst þannig á bilinu 0.9% - 1,9%.

Opinber vísitalan Seðlabankans er 208,7 stig og hefur krónan því styrkst um 0,7% samkvæmt henni frá því í gær.

Krónan hefur engu að síður veikst um 8,1% frá mánaðarmótum og um 3,4% á einni viku.

Samkvæmt vef Seðlabankans stendur Evran nú í 161,4 krónum, Bandaríkjadalur í 122 krónum og Sterlingspundið í 175,5 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 106,7 krónum og japanskt jen í 1,2 krónum.