*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Innlent 3. desember 2020 10:35

Krónan í talsverðum styrkingarfasa

Gengi krónunnar hefur ekki verið jafnt sterka gagnvart Bandaríkjadollara síðan í mars á þessu ári.

Alexander Giess
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi krónunnar styrktist talsvert í nóvember síðastliðnum og hefur styrkingin haldið áfram það sem af er desember. Evra fæst nú á 155 krónur og Bandaríkjadollari á 129 krónur. Krónan hefur ekki verið jafn sterk gagnvart evru síðan í lok júlí á þessu ári og ekki jafn sterk gagnvart dollaranum síðan í byrjun mars á þessu ári.

Sömuleiðis hefur krónan styrkst mjög mikið gagnvart pundinu á undanförnum dögum en veiking dagana áður vegur á móti. Pundið fæst nú á 172 krónur og hefur krónan ekki verið jafn sterk gagnvart pundinu síðan í júní.

Það sem af er ári hefur gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollara veikst um tæplega sex prósent en gagnvart evru hefur krónan veikst um fjórtán prósent á sama tímabili. Krónan hefur veikst um 6,6% gagnvart breska pundinu á téðu tímabili.

Á undanförnum fimm árum var krónan sterkust gagnvart dollara sumarið 2017 og fékkst í stutta stund fyrir tæplega 100 krónur. Gengi krónunnar náði sambærilegri stöðu í stutta stund vorið 2018 en lækkaði síðan talsvert á síðari hluta ársins. Sumarið 2017 fékkst evran í stutta stund á um 110 krónur en lækkaði síðan talsvert og var gengið komið í 125 krónur næstu áramót.

Stikkorð: Gengi krónunnar