Miklar sveiflur hafa verið í gengi krónunnar frá áramótum og mikil velta á gjaldeyrismarkaði, segir greiningardeild Landsbankans.

?Krónan hefur styrkst um 1,6% frá lokagengi síðasta árs en meðaldagsbreyting á genginu það sem af er ári er 1%. Velta hefur almennt verið mikil og hefur meðaldagsvelta verið um 25 milljarða króna nú í byrjun árs,? segir greiningardeildin.

Hún segir að ný jöklabréf að upphæð alls 58 milljarða króna hafi litið dagsins ljós eftir áramót og hafa þau ýtt undir aukna veltu.

?Útistandandi jöklabréf nema nú alls 325 milljörðum króna en einnig er mögulegt að þættir á borð við tölur um gjaldeyrisjöfnuð sem Seðlabankinn birti á þriðjudag hafi hreyft við gengi krónunnar. Í dag styrktist krónan um 1,2% í 23,4 milljarðar króna viðskiptum,? segir greiningardeildin.