Íslenska krónan styktist gagnvart dollar og evru í kjölfar 75 punkta stýrivaxta, segja sérfræðingar. Stýrivextir seðlabankans eru nú 13%

Krónan hafði styrkst um 0,33% gagnvart evru og 0,17% gagnvart dollar um klukkan 09:20 í morgun, en Seðlabankinn tilkynnti stýrivaxtahækkunina klukkan níu í morgun.

Sérfræðingar segja að hækkunin sé merki um það að bankinn muni taka fast á verðbólgunni og frekari hækkanir eru væntanlegar í september.

Þrátt fyrir hækkunina hefur krónan veikst um 0,26% það sem af er degi.