Krónan tók lítil flug í morgun og styrktist um tæp 2%. Lítillega hefur þó dregið úr styrkingunni og þegar þetta er skrifað, kl. 11:20 hefur krónan styrkst um 0,9%.

Samkvæmt vef m5.is er gengisvísitalan nú 223 stig en hefur síðustu daga verið í kringum 225 stig.

Samkvæmt sama vef stendur Bandaríkjadalur nú í 128,2 krónu, evran í 169,9 krónum og Sterlingspundið í 189,4 krónum.

Þá stendur japanska jenið í 1,32 krónum, svissneskur franki í 112,8 krónu og danska krónan í 22,8 krónum.