Krónan hefur veikst um 2,3% það sem af er deginum. Evran stendur nú í 162 kr, dollarinn er 115,35 krónur og pundið stendur í 176,4 krónum.

Viðskiptablaðið sóttist eftir upplýsingum um veltu dagsins hjá bönkunum en fékk þær ekki.

Samkvæmt nýjasta skráða opinbera viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands er gengisvísitalan 206,6 stig.

Í gær (16. desember) var vísitalan skráð í 202,9 stigum og á mánudaginn (15. desember) stóð opinber gengisvísitala í 203,5 stigum.