Yfirvöld á Kúbu tilkynntu um helgina að úti fyrir ströndum eyjarinnar megi finna meira en 20 milljarða tunna af nýtanlegri olíu, í hluta Kúbu af Mexíkóflóa.

Þetta er meira en tvöfalt það magn olíu sem áður var talið að væri að finna þarna.

Reynist þessar tölur réttar mun Kúba getað framleitt jafn mikla olíu og Bandaríkin og verður þá meðal 20 stærstu olíuframleiðenda heims. Reiknað er með að borun á svæðinu hefjist á næsta ári.

Kúba framleiðir sem stendur 60.000 tunnur af olíu á dag, sem er um helmingur þess sem landið notar sjálft. Restina flytur Kúba inn frá Venesúela.

Guardian greindi frá þessu.