Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
© BIG (VB MYND/BIG)
Það eru fá mál jafn vel fallin til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, í viðtali á Sprengisandi fyrir hádegi í dag. Þá væri þjóðin sjálft að taka afstöðu til þess hvernig hún vildi ráðstafa eign sinni. Kæmi fram ríkur vilji til þess að leggja málið í dóm þjóðarinnar þá sagði Ólafur að hann sæi ekki að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ættu að vera á móti þeirri leið, enda mikilvægt mál fyrir ríkisstjórnina.

Ólafur sagðist myndi hugleiða það mjög alvarlega ef vilji væri til þess að setja kvótafrumvörpin, sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram og er til meðferðar á Alþingi, í þjóðaratkvæði.