Fjöldi stuðningsaðila hefur yfirgefið golfarann Tiger Woods frá því að upp komst um framhjáhald hans. Fjárhagslegt tjón er metið á tugi milljóna dala.

Tiger Woods hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að eiginkona hans, sem nyìlega varð að fyrrverandi eiginkonu hans, komst að margra ára framhjáhaldi golfarans. Upp komst um svikult samband Tigers í nóvember á síðasta ári og hefur hver stuðningsaðilinn á fætur öðrum sagt upp samningi sínum við þennan frægasta og besta golfspilara heims. Hann tók sér frí frá öllu golfi en hóf að spila að nyìju fyrir skömmu eftir nokkurra mánaða hlé. Þegar allt lék í lyndi var heildarverðmæti samninga við stuðningsaðila metið á um 30 milljónir bandaríkjadollara, jafnvirði um 3,6 milljarða króna.

Fyrstur til að þéna milljarð

Tímaritið Forbes sagði frá því í október á síðasta ári að Tiger væri fyrsti íþróttamaðurinn til að þéna yfir einn milljarð bandaríkjadala. Þar sló hann við ökuþórnum Michael Schumacer og körfuknattleiksmanninum Michael Jordan. Á síðasta ári þénaði Tiger nærri 100 milljarða dollara, rúmlega helmingi meira en sá bandaríski íþróttamaður sem kom á eftir.

Tveimur mánuðum eftir að Forbes sagði frá milljarði Tigers hófst hnignun leikmannsins og hefur Tiger tapað bæði fjármunum og mögulegu tekjustreymi í framtíðinni. Raunar hefur hann tapað öðru og meiru en peningum í öllu fjaðrafokinu, konan hefur yfirgefið hann og mannorðið beðið mikla hnekki. Þá er nær öruggt að skilnaðurinn verður honum dyìr.

-Nánar í Viðskiptablaðinu.