Forsvarsmenn bandarísku stórverslunarinnar Wal-Mart hafa lækkað verulega á iPhone-símum með það fyrir augum að klára lagerinn áður en nýir símar undir merkjum iPhone líta dagsins ljós. Orðrómur hefur verið um að Apple kynni næstu kynslóð iPhone-símanna á markað 9. september næstkomandi en fyrirtækið hefur boðað til kynningarráðstefnu á þeim degi. Stjórnendur Apple hafa eins og svo oft áður í gegnum tíðina ekkert vilja tjá sig um það hvað sé í vændum. Sannleikskorn hafa engu að síður leynst í þeim orðrómi sem hefur verið á sveimi hvað Apple snertir í gegnum tíðina. Þó liggur fyrir að á ráðstefnunni verður farið yfir nýtt stýrikerfi Apple, IOS 8.

Fram kemur á vef bandarísku fréttastofunnar CNN að nú sé hægt að fá iPhone 5C á allt niður í 97 sent. Þ.e.a.s. ef viðkomandi gerir samning til tveggja ára við eitt af stóru fjarskiptafyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Síminn kostaði áður 29 krónur og það með sömu skilyrðum. Þá kostar iPhone 5S 79 dali gegn samningi. Síminn kostaði áður 99 dollara.