Úrvalsvísitalan OMXI6 lækkaði um 0,48% í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Mest lækkuðu bréf Icelandair Group eða um tæplega 1,5%. Bréf í Regin, Högum, Marel og Össuri lækkuðu á bilinu 0,3 til 1 prósent.

Viðskipti voru almennt með minna móti í samanburði við veltu á fyrri hluta janúarmánaðar. Mest var veltan með bréf í Icelandair Group í dag, ríflega 100 milljónir króna. Verð hlutabréfa í nýliðanum Vodafone hækkuðu um 0,76% í nærri 50 milljóna veltu. Þá var um 70 milljóna velta með bréf í Eimskipi. Markaðsverðmæti félagsins hækkaði um 0,6% í dag.