Gengi hlutabréfa Regins hækkaði um 1,14% í Kauphöllini í dag í 80 milljóna króna viðskiptum. Á sama tíma hækkaði gengi Össurar um 0,57% og VÍS um 0,1%.

Hins vegar lækkaði gengi Vodafone um 2,46% og endaði gengi bréfanna í 27,75 krónum og hefur aldrei verið lægra. Þá lækkaði gengi Eimskips um 1,59% og Marels um 1,09%. Gengi annarra félaga á markaði lækkaði um minna en 1%. Lækkunin nam 0,19% hjá TM, 0,51% hjá Högum og 0,69% hjá Icelandair.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,51% og endaði hún í 1.131,08 stigum.