Heildarvelta á Nasdaq Iceland nam 5.487.493.064 krónum í dag. Sem fyrr var mest velta með skuldabréf, 4.409.300.680 krónur, en velta með hlutabréf nam 1.078.192.384 krónum. Gengi úrvalsvísitölu lækkaði um 0,43% en aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,2%.

Mest hækkun var með bréf Regins, 1,5% í fimm viðskiptum sem veltu 46.220.933 krónum. Næstmest hækkun var með bréf Fjarskipta, en tilkynnt var um fimm milljarða endurfjármögnun félagsins í dag. Bréf félagsins hækkuðu um 0,91% í sex viðskiptum sem veltu 106.885.450 krónum.

Mest lækkun var með bréf Haga, 0,95%. Velta nam 68.170.050 krónum í fimm viðskiptum. Næstmest lækkun var með bréf Tryggingamiðstöðvarinnar, eða um 0,79% í fjórum viðskiptum sem veltu 77.215.951 krónum.

Engin viðskipti voru með bréf Nýherja, VÍS né Össurar.