Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,87% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu rúmlega 2,4 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,01% og stendur því í 1.366,41 stigi, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 2,7 milljörðum króna.

Bréf HB Granda hækkuðu mest eða um 0,72% í rúmlega 41 milljón króna viðskiptum og stóðu bréf útgerðarinnar því í 35,00 krónum við lokun markaða. Næst mest hækkuðu bréf Nýherja eða um 0,37% í tæplega 43 milljón króna viðskiptum og stóðu bréf tæknifélagsins því í 27,00 krónum við lok dags.

Mest lækkun var á bréfum Marel en þau lækkuðu um 1,38% í 442 milljón króna viðskiptum sem jafnframt voru mestu viðskipti dagsins. Bréf Marel stóðu því í 321,50 krónum við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf Símans næst mest eða um 1,08% í 256 milljón króna viðskiptum og stóðu í 4,11 krónum við lokun markaða.