Læknar vilja fá á bilinu 30-36% launahækkun. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samninganefnd ríkis hefur hinsvegar boðið 3% lækkun og því ljóst að mikið ber á milli samningsaðila.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að ekki komi til greina af sinni hálfu að setja lög á verkfall lækna. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands segir að slíkar aðgerðir myndu ýta undir læknaflótta og draga úr líkum á að læknar í námi kæmu heim til Íslands að námi loknu.

Tugum aðgerða frestað

Ólafur Baldursson, læknir á Landspítala, segir að um 30 skurðaðgerðum hafi þegar verið frestað vegna verkfallsaðgerða. „Áhrifanna gætir nú þegar,“ segir hann. Viðbúið er að frekari frestanir verði á aðgerðum þangað til verkfallsaðgerðir eru yfirstaðnar. Muni verkfall standa lengi yfir er ekki óhugsandi að áhrifin verði langvarandi, með lengri biðlistum.

Þá myndaðist örtröð á Læknavaktinni í Kópavogi þegar fólk hélt þangað til að sækja sér læknisþjónustu.