„Það er búið að ýta okkur út í þvingunaraðgerðir en verkfall þýðir að skurðstofurekstur leggst niður. Það verða engar skipulagðar aðgerðir, engar krabbameinsaðgerðir, eingöngu bráðatilvikum sinnt,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Skurðlæknar áttu árangurslausan fund með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Þeir munu því kjósa um verkfallsaðgerðir í þessari og næstu viku.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið segir það vonbrigði að samningar lækna skuli hafa verið lausir í jafnlangan tíma. „Við verðum að hafa þessi mál í lagi ef við ætlum að keppa um þetta sérhæfða vinnuafl.“