Vodafone og nýsköpunarfyrirtækið Controlant hafa gert með sér samning um að Vodafone verði endursöluaðili á rauntímaskynjara fyrirtækisins sem er íslenskt hugvit á sviði M2M-lausna (e. Machine to Machine) sem Vodafone og Controlant hafa þróað í sameiningu undanfarin ár.

„Í grunninn er þetta endursölusamningur á rauntímaskynjara Controlant fyrir markaðssvæðið Ísland og Færeyjar,“ segir Freyr Hólm Ketilsson, nýsköpunarstjóri Vodafone.

„Þetta er viðauki við endursölusamning sem við erum með við þá. Við erum búin að eiga samstarf með Controlant síðan í október 2012 og síðan þá hafa Controlant og Vodafone Global gert með sér viðskiptasamband þar sem Controlant nýtir sér sérstök Global sim-kort Vodafone sem nýtast hvar sem er í heiminum. Þannig verður heimurinn í raun eitt markaðssvæði fyrir þeim.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .