Fram kemur í færslu á bloggsíðu Mortens Lund að í samræðum hans við Montgomery hafi hann „fyrir hönd Baugs og sjálfs mín“ eins og það er orðað stungið upp á samningi sem hefði falið það í sér að Baugur og hann hefðu hætt rekstri Nyhedsavisen án þess að fara með félagið í gjaldþrot.

Þá kemur fram að Lund hefði í staðinn átta að vinna sem ráðgjafi fyrir Mecom í London.

„Staðreyndin er sú að mecom hafði líklega hvorki áhuga (né peninga) – og ég gat ekki útvegða fé til þess að hætta rekstrinum án þess að fara í gjaldþrot,“ skrifar Lund.

Morten Lund ber Baugi vel söguna á bloggsíðunni og þar þakkar hann: „Baugi og Þórdísi [Sigurðardóttur] hjá Stoðum sem veittu mér þetta tækifæri – og sanngjarnasta samning sem um getur og forðuðu sér aldrei undan ábyrgð“.