Sigríður Benediktsdóttir segir að Landsbankinn hafi lánað Björgólfi Thor Björgólfssyni, öðrum aðaleiganda Samson sem var stærsti hluthafi bankans, háar fjárhæðir síðustu daga fyrir fall Landsbankans til að koma í veg fyrir að Deutsche Bank tæki Actavis yfir.

Hún segir að stór fjárfestingafélög hafi fært fjármögnun að miklu leyti heim á árinu 2008 þegar erlendir bankar kölluðu eftir auknum tryggingum þar sem verðmæti undirliggjandi trygginga var að lækka í verði.