Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrstu sex mánuðum ársins nam 430 milljónum króna miðað við 519 milljóna hagnað á
sama tímabili í fyrra. Lækkun skýrist af lægri vöxtum framan af árinu samanborið við árið 2011, segir í uppgjörstilkynningu til Kauphallarinnar.

Útborguð langtímalán á fyrri helmingi árs námu 3.765 milljónum sem er um 270 milljónum meira en á fyrstu sex mánuðunum árið 2011. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 59%.