Ef hugmyndir manna um olíubirgðastöð á Reyðarfirði ganga eftir verður hún stærsta olíubirgðastöð landsins. Gert er ráð fyrir að stöðin þekji um átta hektarar af núverandi landi en á að giska tvo hektarar í fyllingu. Vegna verkefnisins þarf að 300.000 - 400.000 rúmmetra af blönduðu efni.

Til samanburðar má nefna að Reyðarál var um 1.500.000 rúmmetrar þannig að þetta er mun minna verk eða um einn fimmti af Reyðarálsverkinu. Eigi að síður verður jarðvinnan mikil en að sögn Hauks Óskarssonar, verkefnisstjóra hjá Mannviti, yrði efnið notað til fyllingar á lóðinni og hafnarsvæðinu.

Er gert ráð fyrir að Reyðarfjarðarstöðin verði um 240 þúsund rúmmetrar en til samanburðar má nefna að stöðin í Helguvík er um 132 þúsund rúmmetrar. Eins og verkið hefur verið sett upp er miðað við að samnýta hafnaraðstöðu sem fyrir er á staðnum þannig að ekki þyrfti að byggja upp höfn sérstaklega fyrir verkefnið.