Líkur eru á því að Landsbankinn selja bráðlega 25% hlut sinn í fasteignafélaginu Reginn. Morgunblaðið segir í dag hlutinn metinn á fjóra milljarða króna miðað við lokagengi bréfanna í Kauphöllinni í gær. Blaðið segist að þótt salan á hlutnum hafi ekki verið rædd í bankaráði Landsbankans gætu ýmsir fjárfestar haft áhuga á að kaupa hlut bankans í félaginu.

Hlutabréf Regins voru skráð á markað 2. júlí í fyrra og hefur gengi bréfa í félaginu hækkað um 55% síðan þá. Virði þessa 25% hlutar Landsbankans hefur aukist um 1,3 milljarða króna á þessu tæpa ári sem liðið er.

Stærstu eignir Regins eru Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.